Hoppa yfir valmynd
E. Lög og reglur

Lýsing á aðgerð

Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf.

Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar.

    Tímaáætlun: 2022–2023.

    Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6.

Staða verkefnis í apríl 2024: Reglugerð um upptöku skimunar blóðs hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Áætlað er að skimun hefjist 1. janúar 2025 og er það undirstaða þess að hægt sé að afnema eða fækka frávísunum til blóðgjafa þ.m.t. þeim sem stunda áhættusamt kynlíf. 

Ábyrgð

Heilbrigðisráðuneytið

Hafið

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum