Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráðið sinnir margvíslegri þjónustu við íslenska ríkisborgara í Bandaríkjunum, s.s. með milligöngu um útgáfu vegabréfa og ökuskírteina. 

Hér að neðan er að finna upplýsingar um þjónustu sendiráðsins við Íslendinga.

Sendiráðið vekur athygli á að utan opnunartíma þess er í neyðartilfellum hægt að óska eftir borgaraþjónustu í neyðarvakt utanríkisráðuneytisins í síma +354 545-0112. 

Hér eru ýmsar upplýsingar um dvöl í Bandaríkunum.

Sendiráð Íslands í Washington D.C., leggur lið bæði þeim Íslendingum sem búsettir eru í umdæmislöndunum, námsmönnum og ferðamönnum. Aðstoð sendiráðsins getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leiti til sendiráðsins vegna útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa o.þ.h.

Það skal tekið fram að sendiráðið veitir enga fjárhagsaðstoð af nokkru tagi.

Allar upplýsingar um Bandríkin má finna á http://www.usa.com/

Ferðamenn

Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjana og mega dvelja í allt að þrjá mánuði (90 daga). Hins vegar er brýnt að hafa gilda ESTA-heimild. ESTA umsóknina má finna hér: https://esta.cbp.dhs.gov/esta

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík veitir nánari upplýsingar.

https://is.usembassy.gov/

Skráning íslenskra barna sem eru fædd í Bandaríkjunum

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis geta óskað eftir að fá börn sín skráð í þjóðskrá. Nánari upplýsingar veitir Þjóðskrá Íslands.

Flutningur til Íslands

Þegar fjölskylda eða einstaklingur flytur aftur til Íslands eftir að hafa búið erlendis þarf að huga að ýmsu. Nánari upplýsingar má finna á vefsetrinu island.is.

Talið er að um 100-500 þúsund Bandaríkjamenn eigi rætur sínar að rekja til Íslands. Vestur-Íslendingar reka blómlega félagsstarfsemi víða í Bandaríkjunum og á Íslandi sinna nokkrir samstarfi við Vestur-Íslendinga.

Hér að neðan er að finna tengla í vefsetur sem tengjast Vestur-Íslendingum í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Lögberg-Heimskringla

Snorraverkefnið

Vesturfarasetrið á Hofsósi

Sendiráðið sinnir margvíslegri þjónustu við íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum.

Hafðu óhikað samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónstu sendiráðsins við íslensk fyrirtæki og atvinnulíf.

Vegabréfsáritanir

Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, hyggist þeir dvelja þar skemur en 90 daga í landinu. Skv. nýjum reglum ber öllum ferðamönnum til Bandaríkjanna að framvísa raflesanlegu vegabréfi og fylla ESTA út fyrir komu til Bandaríkjanna.

Sérstök athygli er vakin á því að það er refsivert skv. bandarískum lögum að dvelja lengur en 90 daga á ferðamannaáritun og framfylgja bandarísk yfirvöld því nákvæmlega.

Hyggist íslenskur ríkisborgari dvelja lengur en 90 daga í Bandaríkjunum þarf hann að sækja um vegabréfsáritun í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, sjá vefsetur sendiráðsins.

Fyrir íslenska ríkisborgara:

Þann 1. júlí 2003 tók gildi breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr.100/1952. Breytingin heimilar íslenskum ríkisborgurum að halda íslensku ríkisfangi þótt þeir sæki um ríkisborgararétt í öðru ríki.

Fyrir erlenda ríkisborgara:

Þegar útlendingi er veittur íslenskur ríkisborgararéttur með lögum frá Alþingi er ekki gerð krafa til þess að hann afsali sér fyrri ríkisborgararétti sínum til þess að fá íslenska ríkisborgararéttinn. Hins vegar getur verið að lög ríkis þess sem útlendingurinn átti ríkisborgararétt í kveði á um að ríkisborgararéttur hans í því ríki falli niður er hann fær ríkisborgararétt í öðru ríki. Gildir það til dæmis um Danmörku og Noreg.

Umsóknum um tvöfalt ríkisfang skal beint til dómsmálaráðuneytis Íslands, sjá frekari upplýsingar á vef ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum